Erlent

Ímyndunarveikur í átta ár

Bandarískur karlmaður í Kaliforníu hefur fengið skilaboð frá lækni sínum um að hann sé ekki alnæmissmitaður eins og honum var greint frá fyrir átta árum. Maðurinn, sem heitir Jim Malone, hefur síðan honum var tilkynnt að hann væri smitaður af Hiv-veirunni sem veldur alnæmi, sótt stuðningsfundi alnæmissmitaðra, barist við þunglyndi og óttast dauðann. Læknir hans tilkynnti fyrir nokkrum dögum að niðurstöður prófsins hefðu verið rangar og að honum þætti þetta leitt. Malone segir við CNN að honum sé að sjálfsögðu létt við þessi tíðindi, en hann segist reiður út í lækninn sinn, og finnst það fremur þunnur þrettándi að fá bara afsökunarbeiðni frá honum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×