Erlent

Fellibylurinn Chaba veldur usla

Fellibylurinn Chaba gengur nú yfir suðurhluta Japans. Þrír hafa látist og 30 slasast. Um 6000 manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna hugsanlegra flóða og hættu á skriðum. 300 þúsund manns á Kyushu eyjum eru án rafmangns. Fellibylurinn færist nú yfir vesturströnd Japans sem er svipuð leið og fellibylurinn Megi fór fyrr í ágúst með þeim afleiðingum að tíu fórust. Chaba skall á Japan snemma í morgun, en vindhviður fóru í allt að 210 kílómetra á klukkustund. Þetta er sextándi  fellibylurinn sem ríður yfir á þessu svæði í ár.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×