Erlent

Farandverkamenn kyrrsettir

240 farandverkamenn á 15 metra löngum trébát hefur verið kyrrsettir, af ítalska sjóhernum, í höfn við ítölsku eyjuna Lampedusa. Meirihluti fólksins segist vera frá Palestínu, en einnig er hluti fólksins frá Bangladesh og Írak. Farandverkamenn sem stefna inn í lönd Evrópusambandsins enda oft í Lampedusa sem liggur nær Túnis en meginland Ítalíu. Forseti Ítalíu, Silvio Berlusconi, leitast við að stemma stigu við fjölgandi farandverkamannastraumi sem leggur leið sína til Ítalíu. Hefur stjórn hans lagt til að settar verði upp búðir sem flokkar þá verkamenn sem komi inn í Evrópusambandið. Um 400 óskráðir farandverkamenn hafa komið til Lampedusa á tveimur vikum. Hundruðir manna, aðallega frá Afríku og Asíu, hafa þegar reynt að komast til Evrópusambandsins í ár en töluvert af fólki hefur drukknað á leiðinni eða látist um borð í bátunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×