Erlent

120 þúsund mótmæla

Yfir 120 þúsund manns fjölmenntu á götur úti í New York borg í gær til þess að mótmæla stjórnunarháttum Bush. Þetta er mesti fjöldi sem tekið hefur þátt í mótmælum fyrir flokksþing í Bandaríkjunum en flokksþing Rebúblikana sem hefst í dag mun standa út vikuna. Á kröfuspjöldum mótmælenda mátti sjá setningar eins og "við erum komin með upp í kok af Bush", "tryggjum réttindi samkynhneigðra" og "stöðvum stríðið í Írak". Í gær voru tveir menn um tvítugt handteknir vegna gruns um að áforma að sprengja upp neðanjarðarlestarstöð nærri Madisons Square Garden þar sem flokksþingið verður haldið. Ekki er þó talið að þeir hafi verið nálægt því að koma þeim áformum í framkvæmd. Búist er við áframhaldandi mótmælum út vikuna en Bush Bandaríkjaforseti mun að öllum líkindum ávarpa fundinn á fimmtudaginn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×