Sport

Arsenal hélt áfram sigurgöngunni

Arsenal hélt sigurgöngu sinni áfram í gær með 4-1 sigri á Norwich. Henry var allt í öllu hjá meisturunum. Chelsea vann einnig í gær og er með jafn mörg stig og Arsenal. Fótbolti Arsenal hélt toppsæti sínu í ensku úrvalsdeildinni í gær þegar liðið sigraði Norwich með fjórum mörkum gegn einu. Thierry Henry, sem bar fyrirliðabandið í fjarveru Sol Campbells, var allt í öllu hjá Arsenal. Hann skoraði eitt mark og lagði upp tvö. Arsenal heldur áfram að bæta metið en liðið hefur ekki tapað viðureign í 44 leikjum í röð. Alan Smith var hetja Manchester United í gær þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Blackburn. Smith jafnaði metinn á síðustu mínútu leiksins og þótti mörgum markið umdeilt. Louis Saha notaði hendina til að leggja boltann fyrir Smith sem kom honum í netið. Blackburn lék einum færri síðustu tuttugu mínúturnar þar sem Lorenzo Amoruso var vikið af velli fyrir brot á Saha. Alex Ferguson og lærisveinar sitja í tólfta sæti deildarinnar en eiga þó leik til góða. James Beattie kom mikið við sögu þegar Southampton tapaði fyrir Chelsea með tveimur mörkum gegn einu. Beattie skoraði mark Southampton á fyrstu mínútu leiksins en jafnaði síðann metinn fyrir Chelsea með sjálfsmarki. Eftir hornspyrnu fleytti Eiður Smári Guðjohnsen boltanum áfram sem hafnaði í bringunni á Beattie og í netið. Frank Lampard skoraði síðan sigurmarkið úr vítaspyrnu. Chelsea er í öðru sæti deildarinnar með jafn mörg stig og Arsenal. Heldur er farið að hitna undir Bobby Robson, knattspyrnustjóra Newcastle, eftir 4-2 tap gegn Aston Villa í gær. Robson hefur ítrekað neitað þeim sögusögnum að hann sé að hætta með liðið en það hefur ekki unnið leik í fyrstu fjórum umferðum úrvalsdeildarinnar.  Patrick Kliuvert skoraði þó fyrir Newcastle. Tottenham komst í þriðja sæti deildarinnar í gær með 1-0 sigri á Birmingham. Leikmenn Everton láta kaupæðið um Waney Rooney ekki á sig fá og lögðu West Bromwich Albion að velli 2-1. Hinn 23 ára gamli miðjumaður Leon Osman skoraði bæði mörk Everton en Scott Dobie mark W.B.A. Jimmy Floyd Hasselbaink var hetja Middlesbrough sem vann Crystal Palace 2-1. Middlesbrough lenti marki undir en eftir að leikmenn Palace höfðu skorað sjálfsmark skoraði Hasselbaink sigurmarkið beint úr aukaspyrnu. Úrsltin í gær: Norwich -Arsenal 1-4 1-0 Reyes (22.), 2-0 Henry (36.), 3-0 Pires (40.), 1-3 (42.) Huckerby/víti, 1-4 Bergkamp (91.) Chelsea - Southampton                 2-1 0-1 Beattie (1.), 1-1 sjálfsmark (34.), 2-1 Lampard/víti (41.). Aston Villa - Newcastle                 4-2 1-0 Mellberg (4.), 1-1 Kluivert (28.), 1-2 O’Brien (36.), 2-2 Cole (53.), 3-2 Barry (71.), 4-2 Angel (82.). Tottenham - Birmingham                 1-0 1-0 Defoe (35.). Blackburn - Manchester United          1-1 1-0 Dickov (17.), 1-1 Smith (90.). Everton - W.B.A.                 2-1 1-0 Osman (2), 1-1 Dobie (7.), 2-1 Osman (70). Middlesbrough - C. Palace                 2-1 0-1 Johnson (52.) 1-1 Sjálfsmark (61.), 2-1 Hasselbaink (78).



Fleiri fréttir

Sjá meira


×