Erlent

Thatcher sleppt

Mark Thatcher, sonur Margrétar Thatcher fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, sem handtekinn var í morgun grunaður um aðild að valdaráni í Afríkuríkinu Miðbaugs Gíneu, var sleppt í dag af dómstólum í Suður-Afríku. Þó settu þeir ströng skilyrði fyrir frelsi hans og þarf hann að koma aftur fyrir réttinn í Nóvember til að svara til saka. Hann þarf að auki að dvelja áfram í Höfðaborg þar til hann hefur borgað tryggingu upp á 300 þúsund dali.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×