Innlent

Vegakerfið þoli ekki aukningu

Bæjarstjórn Ísafjarðar lítur ákvörðun Eimskipafélagsins um að hætta strandflutningum alvarlegum augum. Hætt sé við að vegakerfi Ísafjarðar þoli ekki þá aukningu á landflutningum sem þessi ákvörðun gæti haft í för með sér. Eins og fram hefur komið í fréttum hefur Eimskipafélag Íslands ákveðið að hætta strandsiglingum í kringum Ísland frá og með 1. Desember næstkomandi. Ragnheiður Hákonardóttir, formaður Hafnarstjórnar Ísafjarðar, segir Vestfirðinga hafa áhyggjur af þessari ákvörðun Eimskipa, enda geti hún leitt af sér fjölmörg vandamál fyrir landshlutann. Mörgum spurningum sé enn ósvarað. Ragnheiður segir tvo stóra punkta vera í málinu. Annar sé sá að þetta geti haft áhrif á möguleika markaðssetningu hafnarinnar á Ísafirði fyrir útflutning, sem þýði tekjumissi fyrir sveitafélagið. Hinn er sá að vegakerfi Vestfjarða hafi sýnt að það þoli ekki mikla aukningu á landflutningum eins og rætt hefur verið um. Hún segir að málin verði skoðuð á næstunni og talað verði við forsvarsmenn Eimskipa og fleiri.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×