Innlent

Boðið að blása í áfengismæla

Lögregla víða um land býður ökumönnum sem búast til heimferðar eftir helgina að blása í áfengismæla. Umferð hefur verið mest fyrir norðan en minni á Suðurlandi, þaðan sem sumir sneru heim á leið í gær. Að sögn lögreglu og annarra sem fylgjast með umferðinni um Suðurlandsveginn var nokkuð um að fólk sneri heim í gær eftir ferðalög helgarinnar vegna veðurs. Stefán Ásgrímsson, verður á FÍB vaktinni á Vesturlandsvegi í dag, þar sem búist er við mestri umferð. Hann segir umferð hafa verið minni á Suðurlandi en um Verslunarmannahelgina í fyrra. Stefán segir að bústist sé við mikilli umferð að norðan í kvöld enda séu fjölmennar samkomur bæði á Sauðárkróki, Akureyri og Siglufirði. Til að koma í veg fyrir ölvunarakstur býður lögregla ökumönnum að blása í áfengismæla áður en haldið er af stað. Þannig er ökumönnum ekki hleypt frá Bakkaflugvelli, þar sem gestir frá Þjóðhátíð í Eyjum eru, fyrr en þeir hafa blásið. Á tjaldstæðinu á Akureyri er fólki einnig boðið að blása. Stefáni, finnst að það hafi verið mun meira að gera hjá starfsmönnum FÍB aðstoðar þetta árið. Þá hafi þeim tekist að þétta þjónustunet sitt og því verið betur í stakk búin til að mæta helgarumferðinni. Vel hafi gengið að leysa úr þeim vandamálum sem upp hafi komið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×