Raunveruleikinn tæklaður 29. júlí 2004 00:01 Strákarnir okkar nefnist nýjasta kvikmynd Róberts Douglas en upptökur á henni hefjast strax eftir verslunarmannahelgi. Myndin fjallar um atvinnumann í fótbolta sem kemst að því að hann er samkynheigður og kemur út úr skápnum. Hann hefur fengið sig fullsaddan af atvinnumennskunni þar sem hann fær ekki að vera hann sjálfur og kemst í samband við fleiri homma sem saman stofna eigið utandeildarlið. Sagan segir einnig frá því hvernig fjölskyldan tekur opinberun kynhneigðar hans, barnsmóðurinni sem eitt sinn var ungfrú Ísland en nú er orðin drykkfelld og syni hans sem ekki stendur sig í skólanum. Að sögn leikstjórans koma hugmyndirnar úr hverdagsleikanum. "Ég hef gaman af því að tækla raunveruleikann og sjá húmorinn í honum. Það heillar mig að geta séð húmorinn í aðstæðunum án þess endilega að gera grín. Þetta snýst ekki bara um harmleik." Björn Hlynur Haraldsson fer með aðalhlutverkið í myndinni en hann hefur áður leikið í Vesturportsuppsetningunni á Rómeó og Júlíu, Brim og fleiru. Meðal annarra sem bregða fyrir í Strákunum okkar eru Helgi Björnsson, Lilja Nótt, Maríus Sverrisson og Felix Bergsson sem leikur formann utandeildarinnar og dómara en hann lék einnig formann húsfélagsins í fyrstu mynd Róberts, Íslenska draumnum. Nú styttist óðfluga í upptökur á myndinni sem unnið hefur verið að í langan tíma. Til að hrista saman hópinn hafa verið skipulagðar fótboltaæfingar, tökulið gegn leikurum, því myndin snýst jú að hluta til um fótbolta. Leikurinn í síðustu viku var æsispennandi og endaði 10-9, tökuliðinu í hag. "Nú eru leikararnir svo tapsárir að þeir mæta allir með tölu í kvöld og reyna að bæta þetta upp," segir leikstjórinn áður en hann skellir sér á völlinn í blóðugan bardaga við komandi kvikmyndastjörnur. Menning Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Fleiri fréttir Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Sjá meira
Strákarnir okkar nefnist nýjasta kvikmynd Róberts Douglas en upptökur á henni hefjast strax eftir verslunarmannahelgi. Myndin fjallar um atvinnumann í fótbolta sem kemst að því að hann er samkynheigður og kemur út úr skápnum. Hann hefur fengið sig fullsaddan af atvinnumennskunni þar sem hann fær ekki að vera hann sjálfur og kemst í samband við fleiri homma sem saman stofna eigið utandeildarlið. Sagan segir einnig frá því hvernig fjölskyldan tekur opinberun kynhneigðar hans, barnsmóðurinni sem eitt sinn var ungfrú Ísland en nú er orðin drykkfelld og syni hans sem ekki stendur sig í skólanum. Að sögn leikstjórans koma hugmyndirnar úr hverdagsleikanum. "Ég hef gaman af því að tækla raunveruleikann og sjá húmorinn í honum. Það heillar mig að geta séð húmorinn í aðstæðunum án þess endilega að gera grín. Þetta snýst ekki bara um harmleik." Björn Hlynur Haraldsson fer með aðalhlutverkið í myndinni en hann hefur áður leikið í Vesturportsuppsetningunni á Rómeó og Júlíu, Brim og fleiru. Meðal annarra sem bregða fyrir í Strákunum okkar eru Helgi Björnsson, Lilja Nótt, Maríus Sverrisson og Felix Bergsson sem leikur formann utandeildarinnar og dómara en hann lék einnig formann húsfélagsins í fyrstu mynd Róberts, Íslenska draumnum. Nú styttist óðfluga í upptökur á myndinni sem unnið hefur verið að í langan tíma. Til að hrista saman hópinn hafa verið skipulagðar fótboltaæfingar, tökulið gegn leikurum, því myndin snýst jú að hluta til um fótbolta. Leikurinn í síðustu viku var æsispennandi og endaði 10-9, tökuliðinu í hag. "Nú eru leikararnir svo tapsárir að þeir mæta allir með tölu í kvöld og reyna að bæta þetta upp," segir leikstjórinn áður en hann skellir sér á völlinn í blóðugan bardaga við komandi kvikmyndastjörnur.
Menning Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Fleiri fréttir Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Sjá meira