Raunveruleikinn tæklaður 29. júlí 2004 00:01 Strákarnir okkar nefnist nýjasta kvikmynd Róberts Douglas en upptökur á henni hefjast strax eftir verslunarmannahelgi. Myndin fjallar um atvinnumann í fótbolta sem kemst að því að hann er samkynheigður og kemur út úr skápnum. Hann hefur fengið sig fullsaddan af atvinnumennskunni þar sem hann fær ekki að vera hann sjálfur og kemst í samband við fleiri homma sem saman stofna eigið utandeildarlið. Sagan segir einnig frá því hvernig fjölskyldan tekur opinberun kynhneigðar hans, barnsmóðurinni sem eitt sinn var ungfrú Ísland en nú er orðin drykkfelld og syni hans sem ekki stendur sig í skólanum. Að sögn leikstjórans koma hugmyndirnar úr hverdagsleikanum. "Ég hef gaman af því að tækla raunveruleikann og sjá húmorinn í honum. Það heillar mig að geta séð húmorinn í aðstæðunum án þess endilega að gera grín. Þetta snýst ekki bara um harmleik." Björn Hlynur Haraldsson fer með aðalhlutverkið í myndinni en hann hefur áður leikið í Vesturportsuppsetningunni á Rómeó og Júlíu, Brim og fleiru. Meðal annarra sem bregða fyrir í Strákunum okkar eru Helgi Björnsson, Lilja Nótt, Maríus Sverrisson og Felix Bergsson sem leikur formann utandeildarinnar og dómara en hann lék einnig formann húsfélagsins í fyrstu mynd Róberts, Íslenska draumnum. Nú styttist óðfluga í upptökur á myndinni sem unnið hefur verið að í langan tíma. Til að hrista saman hópinn hafa verið skipulagðar fótboltaæfingar, tökulið gegn leikurum, því myndin snýst jú að hluta til um fótbolta. Leikurinn í síðustu viku var æsispennandi og endaði 10-9, tökuliðinu í hag. "Nú eru leikararnir svo tapsárir að þeir mæta allir með tölu í kvöld og reyna að bæta þetta upp," segir leikstjórinn áður en hann skellir sér á völlinn í blóðugan bardaga við komandi kvikmyndastjörnur. Menning Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Fleiri fréttir Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Sjá meira
Strákarnir okkar nefnist nýjasta kvikmynd Róberts Douglas en upptökur á henni hefjast strax eftir verslunarmannahelgi. Myndin fjallar um atvinnumann í fótbolta sem kemst að því að hann er samkynheigður og kemur út úr skápnum. Hann hefur fengið sig fullsaddan af atvinnumennskunni þar sem hann fær ekki að vera hann sjálfur og kemst í samband við fleiri homma sem saman stofna eigið utandeildarlið. Sagan segir einnig frá því hvernig fjölskyldan tekur opinberun kynhneigðar hans, barnsmóðurinni sem eitt sinn var ungfrú Ísland en nú er orðin drykkfelld og syni hans sem ekki stendur sig í skólanum. Að sögn leikstjórans koma hugmyndirnar úr hverdagsleikanum. "Ég hef gaman af því að tækla raunveruleikann og sjá húmorinn í honum. Það heillar mig að geta séð húmorinn í aðstæðunum án þess endilega að gera grín. Þetta snýst ekki bara um harmleik." Björn Hlynur Haraldsson fer með aðalhlutverkið í myndinni en hann hefur áður leikið í Vesturportsuppsetningunni á Rómeó og Júlíu, Brim og fleiru. Meðal annarra sem bregða fyrir í Strákunum okkar eru Helgi Björnsson, Lilja Nótt, Maríus Sverrisson og Felix Bergsson sem leikur formann utandeildarinnar og dómara en hann lék einnig formann húsfélagsins í fyrstu mynd Róberts, Íslenska draumnum. Nú styttist óðfluga í upptökur á myndinni sem unnið hefur verið að í langan tíma. Til að hrista saman hópinn hafa verið skipulagðar fótboltaæfingar, tökulið gegn leikurum, því myndin snýst jú að hluta til um fótbolta. Leikurinn í síðustu viku var æsispennandi og endaði 10-9, tökuliðinu í hag. "Nú eru leikararnir svo tapsárir að þeir mæta allir með tölu í kvöld og reyna að bæta þetta upp," segir leikstjórinn áður en hann skellir sér á völlinn í blóðugan bardaga við komandi kvikmyndastjörnur.
Menning Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Fleiri fréttir Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Sjá meira