Brýnt að minnka sykurneyslu 16. júlí 2004 00:01 Lýðheilsustöð hefur fengið Hagfræðistofnun Háskóla Íslands til að kanna áhrif forvarnargjalds á sykur og gos á vísitölu neysluverðs. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra segir að taka verði á ofneyslu sykurs sem eigi annars eftir að verða þungur klafi á heilbrigðiskerfinu og það sé gott að allar leiðir séu kannaðar. Jón vill hins vegar ekki tjá sig að svo stöddu hvort hann telji forvarnarskatt fýsilegan kost í baráttunni gegn offitu. "Það er almennt séð mikil þörf að draga úr sykurneyslu landsmanna hvort sem skattar eru notaðir til þess eða ekki." Hann bendir einnig á að það sé ekki í verkahring heilbrigðisráðuneytisins að ákveða skattálagningu matvæla. Samtök iðnaðarins setja sig gegn hugmyndum um skattálagningu á sykur og gosdrykki og segir Jón Steindór Valdimarsson hjá samtökunum þær "með öllu óþolandi", þar sem þetta myndi leiða til hækkunar á matvælaverði og mismunar á skattlagningu matvæla. Ragnheiður Pétursdóttir hjá Samtökum iðnaðarins segir samtökin vera fús til samstarfs við Lýðheilsustöð til að taka á þessum málum, en aðrar leiðir séu betri. "Til dæmis eru íslensk fyrirtæki í auknum mæli að setja fleiri matvæli á markað sem innhalda minni sykur. Auk þess benda skýrslur til að það sé einnig brýnt að draga úr saltneyslu og þar geta Samtök iðnaðarins komið til hjálpar með því að hvetja fyrirtæki til að draga úr notkun þessara efna í vörur sínar." Anna Elísabet Ólafsdóttir, forstjóri Lýðheilsustöðvar, segir að gagnrýni Samtaka iðnaðarins byggða á misskilningi. Lýðheilsustöð hafi beðið Hagfræðistofnun að kanna áhrif forvarnargjalda á sykur á vísitölu neysluverðs og að Samtök iðnaðarins ættu að fagna því að leitast væri við að kanna hugmyndir á faglegan hátt áður en tillögur um málið væru lagðar fram. Hún segir þetta eina hugmynd af mörgum, en það verði að bregðast við þessu vandamáli sem fyrst áður en offitutengdir sjúkdómar verði of þung byrði á heilbrigðiskerfinu. Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira
Lýðheilsustöð hefur fengið Hagfræðistofnun Háskóla Íslands til að kanna áhrif forvarnargjalds á sykur og gos á vísitölu neysluverðs. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra segir að taka verði á ofneyslu sykurs sem eigi annars eftir að verða þungur klafi á heilbrigðiskerfinu og það sé gott að allar leiðir séu kannaðar. Jón vill hins vegar ekki tjá sig að svo stöddu hvort hann telji forvarnarskatt fýsilegan kost í baráttunni gegn offitu. "Það er almennt séð mikil þörf að draga úr sykurneyslu landsmanna hvort sem skattar eru notaðir til þess eða ekki." Hann bendir einnig á að það sé ekki í verkahring heilbrigðisráðuneytisins að ákveða skattálagningu matvæla. Samtök iðnaðarins setja sig gegn hugmyndum um skattálagningu á sykur og gosdrykki og segir Jón Steindór Valdimarsson hjá samtökunum þær "með öllu óþolandi", þar sem þetta myndi leiða til hækkunar á matvælaverði og mismunar á skattlagningu matvæla. Ragnheiður Pétursdóttir hjá Samtökum iðnaðarins segir samtökin vera fús til samstarfs við Lýðheilsustöð til að taka á þessum málum, en aðrar leiðir séu betri. "Til dæmis eru íslensk fyrirtæki í auknum mæli að setja fleiri matvæli á markað sem innhalda minni sykur. Auk þess benda skýrslur til að það sé einnig brýnt að draga úr saltneyslu og þar geta Samtök iðnaðarins komið til hjálpar með því að hvetja fyrirtæki til að draga úr notkun þessara efna í vörur sínar." Anna Elísabet Ólafsdóttir, forstjóri Lýðheilsustöðvar, segir að gagnrýni Samtaka iðnaðarins byggða á misskilningi. Lýðheilsustöð hafi beðið Hagfræðistofnun að kanna áhrif forvarnargjalda á sykur á vísitölu neysluverðs og að Samtök iðnaðarins ættu að fagna því að leitast væri við að kanna hugmyndir á faglegan hátt áður en tillögur um málið væru lagðar fram. Hún segir þetta eina hugmynd af mörgum, en það verði að bregðast við þessu vandamáli sem fyrst áður en offitutengdir sjúkdómar verði of þung byrði á heilbrigðiskerfinu.
Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira