Innlent

Með fjölda dóma á bakinu

Tvítugur maður var í gær dæmdur í eins árs fangelsi fyrir þjófnað í Héraðsdómi Reykjaness. Maðurinn fór fyrr á árinu í heimildarleysi inn í íbúð í Hafnarfirði þaðan sem hann hafði á brott með sér verðmæti fyrir um eina milljón króna. Maðurinn hefur áður hlotið átta dóma og hefur alls verið dæmdur í eins árs fangelsi. Þá var maðurinn í febrúar síðastliðnum dæmdur í tólf mánaða fangelsi, þar af níu mánuði skilorðsbundið, í Héraðsdómi Vesturlands. Hann rauf því skilorðið með brotinu. Eigandi munanna sem stolið var setti fram bótakröfu, sem var vísað frá. Ákærða var gert að greiða allan sakarkostnað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×