Tómas Lemarquis í franskri bíómynd 8. júlí 2004 00:01 Tómas Lemarquis sem fór eftirminnilega með hlutverk Nóa albinóa í samnefndri kvikmynd er nú staddur í Frakklandi við tökur á nýrri franskri bíómynd. "Myndin nefnist La Maison de Nina eða Húsið hennar Nínu og er eftir franska leikstjórann Richard Dembo," segir Tómas Lemarquis en leikstjórinn Richard Dembo á að baki tvær stórmyndir og hlaut meðal annars Óskarinn árið 1984 þegar mynd hans, Diagnoal du fou eða Dangerous Moves, var kosin besta erlenda myndin. Í Húsinu hennar Nínu leikur Tómas þýskan kommúnista. "Ég leik mann sem hefur dvalið átta ár í fangabúðum nasista. Þegar hann sleppur út tekur hann með sér 26 gyðingabörn úr útrýmingabúðunum og fer með þau í hús Nínu, sem er nokkurs konar munaðarleysingjaheimili. Í húsi Nínu eru fyrir krakkar sem hafa verið skilin eftir í Frakklandi þegar foreldrar þeirra voru teknir í útrýmingarbúðir og myndin fjallar um átökin sem verða milli barnanna sem fyrir eru í húsinu og nýju krakkanna sem eru að vonum hálfvillt eftir að hafa þurft að eyða lífinu í útrýmingabúðum nasista," segir Tómas sem vinnur nú að þýskunni með tungumálaþjálfara en í myndinni talar hann bæði þýsku og frönsku með þýskum hreim. Ein vinsælasta leikkona frakka um þessar mundir, Agnes Jaoui, fer með hlutverk Nínu sem er aðalhlutverkið í myndinni. "Agnes Jaoui er mjög virt hér á landi en auk þess að vera leikkona er hún kvikmyndaleikstjóri. Myndin, Look at me, hefur til dæmis nýverið hlotið gullpálmann í Cannes fyrir besta handritið en Agnes leikstýrði myndinni og skrifaði jafnframt handritið í samvinnu við Jean Pierre Bacri." Tómas flutti til Frakklands síðastliðið haust. "Ég hef verið í leikprufum hér af og til í vetur en er líka búinn að halda hér myndlistarsýningu," segir Tómas sem útskrifaðist frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands fyrir einu ári. "Nýlega fékk ég svo umboðsmann hérna úti og hlutverkið í Húsi Nínu er það fyrsta sem ég fæ hér í Frakklandi," segir Tómas sem byrjaði að leika í frönsku myndinni síðastliðinn mánudag og verður af og til í tökum þar til í ágúst. "Það er frábært tækifæri að fá að starfa með þessum virta leikstjóra og þessu toppliði franskrar kvikmyndagerðar. Vonandi hjálpar það bara boltanum að halda áfram að rúlla." tora@frettabladid.is Menning Mest lesið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira
Tómas Lemarquis sem fór eftirminnilega með hlutverk Nóa albinóa í samnefndri kvikmynd er nú staddur í Frakklandi við tökur á nýrri franskri bíómynd. "Myndin nefnist La Maison de Nina eða Húsið hennar Nínu og er eftir franska leikstjórann Richard Dembo," segir Tómas Lemarquis en leikstjórinn Richard Dembo á að baki tvær stórmyndir og hlaut meðal annars Óskarinn árið 1984 þegar mynd hans, Diagnoal du fou eða Dangerous Moves, var kosin besta erlenda myndin. Í Húsinu hennar Nínu leikur Tómas þýskan kommúnista. "Ég leik mann sem hefur dvalið átta ár í fangabúðum nasista. Þegar hann sleppur út tekur hann með sér 26 gyðingabörn úr útrýmingabúðunum og fer með þau í hús Nínu, sem er nokkurs konar munaðarleysingjaheimili. Í húsi Nínu eru fyrir krakkar sem hafa verið skilin eftir í Frakklandi þegar foreldrar þeirra voru teknir í útrýmingarbúðir og myndin fjallar um átökin sem verða milli barnanna sem fyrir eru í húsinu og nýju krakkanna sem eru að vonum hálfvillt eftir að hafa þurft að eyða lífinu í útrýmingabúðum nasista," segir Tómas sem vinnur nú að þýskunni með tungumálaþjálfara en í myndinni talar hann bæði þýsku og frönsku með þýskum hreim. Ein vinsælasta leikkona frakka um þessar mundir, Agnes Jaoui, fer með hlutverk Nínu sem er aðalhlutverkið í myndinni. "Agnes Jaoui er mjög virt hér á landi en auk þess að vera leikkona er hún kvikmyndaleikstjóri. Myndin, Look at me, hefur til dæmis nýverið hlotið gullpálmann í Cannes fyrir besta handritið en Agnes leikstýrði myndinni og skrifaði jafnframt handritið í samvinnu við Jean Pierre Bacri." Tómas flutti til Frakklands síðastliðið haust. "Ég hef verið í leikprufum hér af og til í vetur en er líka búinn að halda hér myndlistarsýningu," segir Tómas sem útskrifaðist frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands fyrir einu ári. "Nýlega fékk ég svo umboðsmann hérna úti og hlutverkið í Húsi Nínu er það fyrsta sem ég fæ hér í Frakklandi," segir Tómas sem byrjaði að leika í frönsku myndinni síðastliðinn mánudag og verður af og til í tökum þar til í ágúst. "Það er frábært tækifæri að fá að starfa með þessum virta leikstjóra og þessu toppliði franskrar kvikmyndagerðar. Vonandi hjálpar það bara boltanum að halda áfram að rúlla." tora@frettabladid.is
Menning Mest lesið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira