Tómas Lemarquis í franskri bíómynd 8. júlí 2004 00:01 Tómas Lemarquis sem fór eftirminnilega með hlutverk Nóa albinóa í samnefndri kvikmynd er nú staddur í Frakklandi við tökur á nýrri franskri bíómynd. "Myndin nefnist La Maison de Nina eða Húsið hennar Nínu og er eftir franska leikstjórann Richard Dembo," segir Tómas Lemarquis en leikstjórinn Richard Dembo á að baki tvær stórmyndir og hlaut meðal annars Óskarinn árið 1984 þegar mynd hans, Diagnoal du fou eða Dangerous Moves, var kosin besta erlenda myndin. Í Húsinu hennar Nínu leikur Tómas þýskan kommúnista. "Ég leik mann sem hefur dvalið átta ár í fangabúðum nasista. Þegar hann sleppur út tekur hann með sér 26 gyðingabörn úr útrýmingabúðunum og fer með þau í hús Nínu, sem er nokkurs konar munaðarleysingjaheimili. Í húsi Nínu eru fyrir krakkar sem hafa verið skilin eftir í Frakklandi þegar foreldrar þeirra voru teknir í útrýmingarbúðir og myndin fjallar um átökin sem verða milli barnanna sem fyrir eru í húsinu og nýju krakkanna sem eru að vonum hálfvillt eftir að hafa þurft að eyða lífinu í útrýmingabúðum nasista," segir Tómas sem vinnur nú að þýskunni með tungumálaþjálfara en í myndinni talar hann bæði þýsku og frönsku með þýskum hreim. Ein vinsælasta leikkona frakka um þessar mundir, Agnes Jaoui, fer með hlutverk Nínu sem er aðalhlutverkið í myndinni. "Agnes Jaoui er mjög virt hér á landi en auk þess að vera leikkona er hún kvikmyndaleikstjóri. Myndin, Look at me, hefur til dæmis nýverið hlotið gullpálmann í Cannes fyrir besta handritið en Agnes leikstýrði myndinni og skrifaði jafnframt handritið í samvinnu við Jean Pierre Bacri." Tómas flutti til Frakklands síðastliðið haust. "Ég hef verið í leikprufum hér af og til í vetur en er líka búinn að halda hér myndlistarsýningu," segir Tómas sem útskrifaðist frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands fyrir einu ári. "Nýlega fékk ég svo umboðsmann hérna úti og hlutverkið í Húsi Nínu er það fyrsta sem ég fæ hér í Frakklandi," segir Tómas sem byrjaði að leika í frönsku myndinni síðastliðinn mánudag og verður af og til í tökum þar til í ágúst. "Það er frábært tækifæri að fá að starfa með þessum virta leikstjóra og þessu toppliði franskrar kvikmyndagerðar. Vonandi hjálpar það bara boltanum að halda áfram að rúlla." tora@frettabladid.is Menning Mest lesið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Gítarleikari The Cure er látinn Lífið Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Fleiri fréttir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Sjá meira
Tómas Lemarquis sem fór eftirminnilega með hlutverk Nóa albinóa í samnefndri kvikmynd er nú staddur í Frakklandi við tökur á nýrri franskri bíómynd. "Myndin nefnist La Maison de Nina eða Húsið hennar Nínu og er eftir franska leikstjórann Richard Dembo," segir Tómas Lemarquis en leikstjórinn Richard Dembo á að baki tvær stórmyndir og hlaut meðal annars Óskarinn árið 1984 þegar mynd hans, Diagnoal du fou eða Dangerous Moves, var kosin besta erlenda myndin. Í Húsinu hennar Nínu leikur Tómas þýskan kommúnista. "Ég leik mann sem hefur dvalið átta ár í fangabúðum nasista. Þegar hann sleppur út tekur hann með sér 26 gyðingabörn úr útrýmingabúðunum og fer með þau í hús Nínu, sem er nokkurs konar munaðarleysingjaheimili. Í húsi Nínu eru fyrir krakkar sem hafa verið skilin eftir í Frakklandi þegar foreldrar þeirra voru teknir í útrýmingarbúðir og myndin fjallar um átökin sem verða milli barnanna sem fyrir eru í húsinu og nýju krakkanna sem eru að vonum hálfvillt eftir að hafa þurft að eyða lífinu í útrýmingabúðum nasista," segir Tómas sem vinnur nú að þýskunni með tungumálaþjálfara en í myndinni talar hann bæði þýsku og frönsku með þýskum hreim. Ein vinsælasta leikkona frakka um þessar mundir, Agnes Jaoui, fer með hlutverk Nínu sem er aðalhlutverkið í myndinni. "Agnes Jaoui er mjög virt hér á landi en auk þess að vera leikkona er hún kvikmyndaleikstjóri. Myndin, Look at me, hefur til dæmis nýverið hlotið gullpálmann í Cannes fyrir besta handritið en Agnes leikstýrði myndinni og skrifaði jafnframt handritið í samvinnu við Jean Pierre Bacri." Tómas flutti til Frakklands síðastliðið haust. "Ég hef verið í leikprufum hér af og til í vetur en er líka búinn að halda hér myndlistarsýningu," segir Tómas sem útskrifaðist frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands fyrir einu ári. "Nýlega fékk ég svo umboðsmann hérna úti og hlutverkið í Húsi Nínu er það fyrsta sem ég fæ hér í Frakklandi," segir Tómas sem byrjaði að leika í frönsku myndinni síðastliðinn mánudag og verður af og til í tökum þar til í ágúst. "Það er frábært tækifæri að fá að starfa með þessum virta leikstjóra og þessu toppliði franskrar kvikmyndagerðar. Vonandi hjálpar það bara boltanum að halda áfram að rúlla." tora@frettabladid.is
Menning Mest lesið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Gítarleikari The Cure er látinn Lífið Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Fleiri fréttir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein