Tómas Lemarquis í franskri bíómynd 8. júlí 2004 00:01 Tómas Lemarquis sem fór eftirminnilega með hlutverk Nóa albinóa í samnefndri kvikmynd er nú staddur í Frakklandi við tökur á nýrri franskri bíómynd. "Myndin nefnist La Maison de Nina eða Húsið hennar Nínu og er eftir franska leikstjórann Richard Dembo," segir Tómas Lemarquis en leikstjórinn Richard Dembo á að baki tvær stórmyndir og hlaut meðal annars Óskarinn árið 1984 þegar mynd hans, Diagnoal du fou eða Dangerous Moves, var kosin besta erlenda myndin. Í Húsinu hennar Nínu leikur Tómas þýskan kommúnista. "Ég leik mann sem hefur dvalið átta ár í fangabúðum nasista. Þegar hann sleppur út tekur hann með sér 26 gyðingabörn úr útrýmingabúðunum og fer með þau í hús Nínu, sem er nokkurs konar munaðarleysingjaheimili. Í húsi Nínu eru fyrir krakkar sem hafa verið skilin eftir í Frakklandi þegar foreldrar þeirra voru teknir í útrýmingarbúðir og myndin fjallar um átökin sem verða milli barnanna sem fyrir eru í húsinu og nýju krakkanna sem eru að vonum hálfvillt eftir að hafa þurft að eyða lífinu í útrýmingabúðum nasista," segir Tómas sem vinnur nú að þýskunni með tungumálaþjálfara en í myndinni talar hann bæði þýsku og frönsku með þýskum hreim. Ein vinsælasta leikkona frakka um þessar mundir, Agnes Jaoui, fer með hlutverk Nínu sem er aðalhlutverkið í myndinni. "Agnes Jaoui er mjög virt hér á landi en auk þess að vera leikkona er hún kvikmyndaleikstjóri. Myndin, Look at me, hefur til dæmis nýverið hlotið gullpálmann í Cannes fyrir besta handritið en Agnes leikstýrði myndinni og skrifaði jafnframt handritið í samvinnu við Jean Pierre Bacri." Tómas flutti til Frakklands síðastliðið haust. "Ég hef verið í leikprufum hér af og til í vetur en er líka búinn að halda hér myndlistarsýningu," segir Tómas sem útskrifaðist frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands fyrir einu ári. "Nýlega fékk ég svo umboðsmann hérna úti og hlutverkið í Húsi Nínu er það fyrsta sem ég fæ hér í Frakklandi," segir Tómas sem byrjaði að leika í frönsku myndinni síðastliðinn mánudag og verður af og til í tökum þar til í ágúst. "Það er frábært tækifæri að fá að starfa með þessum virta leikstjóra og þessu toppliði franskrar kvikmyndagerðar. Vonandi hjálpar það bara boltanum að halda áfram að rúlla." tora@frettabladid.is Menning Mest lesið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Sjá meira
Tómas Lemarquis sem fór eftirminnilega með hlutverk Nóa albinóa í samnefndri kvikmynd er nú staddur í Frakklandi við tökur á nýrri franskri bíómynd. "Myndin nefnist La Maison de Nina eða Húsið hennar Nínu og er eftir franska leikstjórann Richard Dembo," segir Tómas Lemarquis en leikstjórinn Richard Dembo á að baki tvær stórmyndir og hlaut meðal annars Óskarinn árið 1984 þegar mynd hans, Diagnoal du fou eða Dangerous Moves, var kosin besta erlenda myndin. Í Húsinu hennar Nínu leikur Tómas þýskan kommúnista. "Ég leik mann sem hefur dvalið átta ár í fangabúðum nasista. Þegar hann sleppur út tekur hann með sér 26 gyðingabörn úr útrýmingabúðunum og fer með þau í hús Nínu, sem er nokkurs konar munaðarleysingjaheimili. Í húsi Nínu eru fyrir krakkar sem hafa verið skilin eftir í Frakklandi þegar foreldrar þeirra voru teknir í útrýmingarbúðir og myndin fjallar um átökin sem verða milli barnanna sem fyrir eru í húsinu og nýju krakkanna sem eru að vonum hálfvillt eftir að hafa þurft að eyða lífinu í útrýmingabúðum nasista," segir Tómas sem vinnur nú að þýskunni með tungumálaþjálfara en í myndinni talar hann bæði þýsku og frönsku með þýskum hreim. Ein vinsælasta leikkona frakka um þessar mundir, Agnes Jaoui, fer með hlutverk Nínu sem er aðalhlutverkið í myndinni. "Agnes Jaoui er mjög virt hér á landi en auk þess að vera leikkona er hún kvikmyndaleikstjóri. Myndin, Look at me, hefur til dæmis nýverið hlotið gullpálmann í Cannes fyrir besta handritið en Agnes leikstýrði myndinni og skrifaði jafnframt handritið í samvinnu við Jean Pierre Bacri." Tómas flutti til Frakklands síðastliðið haust. "Ég hef verið í leikprufum hér af og til í vetur en er líka búinn að halda hér myndlistarsýningu," segir Tómas sem útskrifaðist frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands fyrir einu ári. "Nýlega fékk ég svo umboðsmann hérna úti og hlutverkið í Húsi Nínu er það fyrsta sem ég fæ hér í Frakklandi," segir Tómas sem byrjaði að leika í frönsku myndinni síðastliðinn mánudag og verður af og til í tökum þar til í ágúst. "Það er frábært tækifæri að fá að starfa með þessum virta leikstjóra og þessu toppliði franskrar kvikmyndagerðar. Vonandi hjálpar það bara boltanum að halda áfram að rúlla." tora@frettabladid.is
Menning Mest lesið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Sjá meira