Erlent

Barroso segir af sér

Forsætisráðherra Portúgals, Jose Manuel Durao Barroso, mun líklega segja af sér í dag enda tekur hann bráðlega við forsetaembætti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Næstu þingkosningar í Portúgal eru ekki fyrr en árið 2006 og því er nú leitað eftir nýjum forsætisráðherra. Talið er líklegt að Pedro Santana Lopes, borgarstjóri Lissabon, muni verða fyrir valinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×