Erlent

Bandarískur gísl tekinn af lífi

Hryðjuverkamenn í Írak hafa tekið bandarískan hermann sem var í gíslingu þeirra af lífi. Sjónvarpsstöðin al-Jazeera greindi frá þessu í gærkvöldi. Sýnt var myndbandsupptaka af manni með bundið fyrir augun en ekki var sýnt þegar maðurinn var skotinn. Haft var eftir mannræningjunum að ástæða drápsins væri sú að stefna Bandaríkjanna gagnvart Írak hefði ekki breyst. Hermaðurinn, Keith Matthew Maupin, var frá Ohio-ríki þar sem ekkja hans bíður nú staðfestra fregna ásamt ársgömlu barni þeirra. Í dag rennur út frestur sem mannræningjar þriggja Tyrkja gáfu stjórnvöldum í Tyrklandi til að breyta stefnu sinni í Írak. Mannræningjarnir hóta að afhöfða gísla sína ella. Hægt er að horfa á fréttina úr morgunsjónvarpi Stöðvar 2 með því að smella á myndina af sjónvarpsskjánum í fréttayfirlitinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×