Úr Vogue í eigið stúdíó 25. júní 2004 00:01 Ljósmyndarinn Björg Vigfúsdóttir flutti heim til Íslands fyrir aðeins einum mánuði síðan eftir að hafa lokið prófi frá School of Visual Arts á Manhattan. "Ég hef haft nóg að starfa síðan ég kom heim og vona að boltinn haldi áfram að rúlla," segir Björg, sem hefur stofnað fyrirtækið Studio Bjorg. "Ég vil starfa sjálfstætt og hef fengið aðstöðu í stúdíói með nokkrum öðrum ljósmyndurum í Skeifunni," segir Björg en þó hún sé nýkomin heim hefur hún lokið við að skjóta myndir fyrir einn stærsta banka landsins auk mynda fyrir leikskrá sumarsöngleiksins Fame. Sýning á fyrri verkum Bjargar er opnuð í dag. "Á síðasta árinu úti valdi ég að taka myndir af fólki í réttu umhverfi þess. Ég reyndi að velja fjölbreyttan hóp fólks og tók myndir af bindindismönnnum, hippastelpum, gamlingjum og börnum. En þó að viðfangsefnin séu ólík þróaði ég ákveðinn stíl sem gefur myndunum svipað yfirbragð." Við útskriftina í Manhattan var Björg í hópi 12 nemenda sem fengu sérstaka viðurkenningu fyrir góðan námsárangur en með skólanum vann hún fyrir blaðið Vogue. "Fyrirtækið Vogue er hluti af Conde Nart Publications sem gefur út blöð á borð við Vanity Fair, House and Garden og GQ. Conde Nart er á Times Square og hvert blað var með eina hæð í byggingunni út af fyrir sig. Ég var að vinna á tólftu hæð þar sem Vogue hefur aðstöðu og þar vann ég við að aðstoða ljósmyndara við ýmislegt. Þetta var æðisleg reynsla og ég lærði heilmikið á því að vera í þessu stóra fyrirtæki en það skiptir mig meira máli að vera heima hjá fjölskyldu og vinum heldur en að leggja grunn að ferli þarna úti. Mig langaði líka til að byrja strax að ljósmynda í stað þess að festast í aðstoðarstörfum í nokkur ár. Ég er sannfærð um að maður á gott líf ef maður getur fengið að vera með fjölskyldum og vinum og jafnframt unnið að því sem maður hefur gaman af." Sýning Bjargar er opnuð klukkan 16.30 í dag í glerhúsinu við Laugaveg 182 og verður opin virka daga frá 16.00-18.00 fram til 1. júlí. Menning Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Fleiri fréttir Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Ekki á hverjum degi sem þroskasaga einnar konu kemur á hvíta tjaldið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Sjá meira
Ljósmyndarinn Björg Vigfúsdóttir flutti heim til Íslands fyrir aðeins einum mánuði síðan eftir að hafa lokið prófi frá School of Visual Arts á Manhattan. "Ég hef haft nóg að starfa síðan ég kom heim og vona að boltinn haldi áfram að rúlla," segir Björg, sem hefur stofnað fyrirtækið Studio Bjorg. "Ég vil starfa sjálfstætt og hef fengið aðstöðu í stúdíói með nokkrum öðrum ljósmyndurum í Skeifunni," segir Björg en þó hún sé nýkomin heim hefur hún lokið við að skjóta myndir fyrir einn stærsta banka landsins auk mynda fyrir leikskrá sumarsöngleiksins Fame. Sýning á fyrri verkum Bjargar er opnuð í dag. "Á síðasta árinu úti valdi ég að taka myndir af fólki í réttu umhverfi þess. Ég reyndi að velja fjölbreyttan hóp fólks og tók myndir af bindindismönnnum, hippastelpum, gamlingjum og börnum. En þó að viðfangsefnin séu ólík þróaði ég ákveðinn stíl sem gefur myndunum svipað yfirbragð." Við útskriftina í Manhattan var Björg í hópi 12 nemenda sem fengu sérstaka viðurkenningu fyrir góðan námsárangur en með skólanum vann hún fyrir blaðið Vogue. "Fyrirtækið Vogue er hluti af Conde Nart Publications sem gefur út blöð á borð við Vanity Fair, House and Garden og GQ. Conde Nart er á Times Square og hvert blað var með eina hæð í byggingunni út af fyrir sig. Ég var að vinna á tólftu hæð þar sem Vogue hefur aðstöðu og þar vann ég við að aðstoða ljósmyndara við ýmislegt. Þetta var æðisleg reynsla og ég lærði heilmikið á því að vera í þessu stóra fyrirtæki en það skiptir mig meira máli að vera heima hjá fjölskyldu og vinum heldur en að leggja grunn að ferli þarna úti. Mig langaði líka til að byrja strax að ljósmynda í stað þess að festast í aðstoðarstörfum í nokkur ár. Ég er sannfærð um að maður á gott líf ef maður getur fengið að vera með fjölskyldum og vinum og jafnframt unnið að því sem maður hefur gaman af." Sýning Bjargar er opnuð klukkan 16.30 í dag í glerhúsinu við Laugaveg 182 og verður opin virka daga frá 16.00-18.00 fram til 1. júlí.
Menning Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Fleiri fréttir Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Ekki á hverjum degi sem þroskasaga einnar konu kemur á hvíta tjaldið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Sjá meira