Úr Vogue í eigið stúdíó 25. júní 2004 00:01 Ljósmyndarinn Björg Vigfúsdóttir flutti heim til Íslands fyrir aðeins einum mánuði síðan eftir að hafa lokið prófi frá School of Visual Arts á Manhattan. "Ég hef haft nóg að starfa síðan ég kom heim og vona að boltinn haldi áfram að rúlla," segir Björg, sem hefur stofnað fyrirtækið Studio Bjorg. "Ég vil starfa sjálfstætt og hef fengið aðstöðu í stúdíói með nokkrum öðrum ljósmyndurum í Skeifunni," segir Björg en þó hún sé nýkomin heim hefur hún lokið við að skjóta myndir fyrir einn stærsta banka landsins auk mynda fyrir leikskrá sumarsöngleiksins Fame. Sýning á fyrri verkum Bjargar er opnuð í dag. "Á síðasta árinu úti valdi ég að taka myndir af fólki í réttu umhverfi þess. Ég reyndi að velja fjölbreyttan hóp fólks og tók myndir af bindindismönnnum, hippastelpum, gamlingjum og börnum. En þó að viðfangsefnin séu ólík þróaði ég ákveðinn stíl sem gefur myndunum svipað yfirbragð." Við útskriftina í Manhattan var Björg í hópi 12 nemenda sem fengu sérstaka viðurkenningu fyrir góðan námsárangur en með skólanum vann hún fyrir blaðið Vogue. "Fyrirtækið Vogue er hluti af Conde Nart Publications sem gefur út blöð á borð við Vanity Fair, House and Garden og GQ. Conde Nart er á Times Square og hvert blað var með eina hæð í byggingunni út af fyrir sig. Ég var að vinna á tólftu hæð þar sem Vogue hefur aðstöðu og þar vann ég við að aðstoða ljósmyndara við ýmislegt. Þetta var æðisleg reynsla og ég lærði heilmikið á því að vera í þessu stóra fyrirtæki en það skiptir mig meira máli að vera heima hjá fjölskyldu og vinum heldur en að leggja grunn að ferli þarna úti. Mig langaði líka til að byrja strax að ljósmynda í stað þess að festast í aðstoðarstörfum í nokkur ár. Ég er sannfærð um að maður á gott líf ef maður getur fengið að vera með fjölskyldum og vinum og jafnframt unnið að því sem maður hefur gaman af." Sýning Bjargar er opnuð klukkan 16.30 í dag í glerhúsinu við Laugaveg 182 og verður opin virka daga frá 16.00-18.00 fram til 1. júlí. Menning Mest lesið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Fleiri fréttir Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Sjá meira
Ljósmyndarinn Björg Vigfúsdóttir flutti heim til Íslands fyrir aðeins einum mánuði síðan eftir að hafa lokið prófi frá School of Visual Arts á Manhattan. "Ég hef haft nóg að starfa síðan ég kom heim og vona að boltinn haldi áfram að rúlla," segir Björg, sem hefur stofnað fyrirtækið Studio Bjorg. "Ég vil starfa sjálfstætt og hef fengið aðstöðu í stúdíói með nokkrum öðrum ljósmyndurum í Skeifunni," segir Björg en þó hún sé nýkomin heim hefur hún lokið við að skjóta myndir fyrir einn stærsta banka landsins auk mynda fyrir leikskrá sumarsöngleiksins Fame. Sýning á fyrri verkum Bjargar er opnuð í dag. "Á síðasta árinu úti valdi ég að taka myndir af fólki í réttu umhverfi þess. Ég reyndi að velja fjölbreyttan hóp fólks og tók myndir af bindindismönnnum, hippastelpum, gamlingjum og börnum. En þó að viðfangsefnin séu ólík þróaði ég ákveðinn stíl sem gefur myndunum svipað yfirbragð." Við útskriftina í Manhattan var Björg í hópi 12 nemenda sem fengu sérstaka viðurkenningu fyrir góðan námsárangur en með skólanum vann hún fyrir blaðið Vogue. "Fyrirtækið Vogue er hluti af Conde Nart Publications sem gefur út blöð á borð við Vanity Fair, House and Garden og GQ. Conde Nart er á Times Square og hvert blað var með eina hæð í byggingunni út af fyrir sig. Ég var að vinna á tólftu hæð þar sem Vogue hefur aðstöðu og þar vann ég við að aðstoða ljósmyndara við ýmislegt. Þetta var æðisleg reynsla og ég lærði heilmikið á því að vera í þessu stóra fyrirtæki en það skiptir mig meira máli að vera heima hjá fjölskyldu og vinum heldur en að leggja grunn að ferli þarna úti. Mig langaði líka til að byrja strax að ljósmynda í stað þess að festast í aðstoðarstörfum í nokkur ár. Ég er sannfærð um að maður á gott líf ef maður getur fengið að vera með fjölskyldum og vinum og jafnframt unnið að því sem maður hefur gaman af." Sýning Bjargar er opnuð klukkan 16.30 í dag í glerhúsinu við Laugaveg 182 og verður opin virka daga frá 16.00-18.00 fram til 1. júlí.
Menning Mest lesið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Fleiri fréttir Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein