Innlent

Sjómaður sóttur af þyrlu

Þyrla og Fokker vél Landhelgisgæslunnar sóttu í gær fárveikan sjómann um borð í spænskan togara , sem var djúpt vestur af landinu. Togarinn sigldi á fullri ferð í átt til landsins til móts við þyrluna þar sem hann var utan flugdrægni hennar þegar beiðnin barst. Leiðangurinn gekk vel og var maðurinn lagður inn á Landspítalann til meðhöndlunar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×