Innlent

Tillögur um færslu Hringbrautar

Við upphaf fundar í borgarstjórn Reykjavíkur, sem hófst klukkan 14, afhenti átakshópur Höfuðborgarsamtakanna og Samtaka um betri byggð tvær tillögur að breytingum á framkvæmdum sem nú eru hafnar við færslu Hringbrautar. Fyrri tillagan er um Hringbraut í opnum stokki en í þeirri síðari er lagt til að gatnamótum við Snorrabraut og Bústaðaveg verði breytt í skilvirk, mislæg hringtorgsgatnamót með ljóslausum og viðstöðulausum akstri og hægribeygjum. Þannig sér átakshópurinn fyrir sér að leggja mætti niður gömlu Hringbrautina. Hópurinn skorar á borgarstjórn að láta nú þegar hefja faglega athugun og forhönnun á tillögunum en bíða ekki til haustsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×