Sport

Íslenska liðið niður um tólf sæti

Íslenska landsliðið knattspyrnu hefur fallið um heil tólf sæti á nýjum stykleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins sem gefinn var út í gær. Ísland er nú í 65. sæti ásamt Kongó, Chile og Kína. Stafar þetta fall meðal annars af döpru gengi liðsins nýafstöðnu móti í Manchesterborg þar sem liðið tapaði bæði fyrir Japan og Englandi. Staða efstu liða helst óbreytt. Brasilíumenn eru sem fyrr í efsta sæti listans og Frakkar fylgja fast hæla þeirra. Þess má geta að enska landsliðið er í 13. sæti og það japanska í því 23.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×