Sport

Stórsigur Eyjamanna

Eyjamenn skutust í þriðja sæti Landsbankadeildar karla í kvöld með því að leggja Keflvíkinga að velli, 4-0, í Vestmannaeyjum. Fyrsta mark leiksins var sjálfsmark eins leikmanna Keflvíkinga á 23. mínútu en markahrókurinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði annað markið þegar þrjár mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Magnús Már Lúðvíksson skoraði þriðja markið á 67. mínútu, hans þriðja mark í deildinni en það fyrsta á heimavelli og Gunnar Heiðar gulltryggði síðan sigurinn á 81. mínútu þegar hann skoraði annað mark sitt í leiknum og það fimmta í deildinni. Gunnar Heiðar er nú markahæstur í Landsbankadeildinni með fimm mörk.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×