Erlent

Ekki ástæða til innrásar

Flestir Bandaríkjamenn eru þeirrar skoðunar að ekki hafi verið ástæða til að ráðast inn í Írak. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun dagblaðsins Los Angeles Times. Flestir telja þó að úr því sem komið er beri að ljúka verkefninu þar. 55 prósent aðspurðra sögðu að ekki hefðu verið nægilega góðar ástæður til að hefja innrás, 43 prósent telja hins vegar að innrásin hafi verið réttlætanleg. Í síðustu tveimur könnunum fyrir Los Angeles Times, í nóvember í fyrra og mars síðastliðnum, var þessu öfugt farið. Innan við fimmtungur vill kalla herinn heim.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×