Sport

Meza úrskurðaður heiladauður

Carlos Meza, boxari frá Kólumbíu, var í dag úrskurðaður heiladauður, fjórum dögum eftir að hann var rotaður í 12. lotu í bardaga gegn Ricardo Cordoba, en Maza komst aldrei til meðvitundar eftir rothöggið. Læknir á Santo Tomas sjúkrahúsinu sagði í dag að Meza væri heiladauður, en þar sem önnur líffæri í líkama hans störfuðu ennþá eðlilega, mætti ekki taka hann "úr sambandi". Meza, sem er 26 ára, er í 14. sæti box heimslistans.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×