Menntun foreldra áhrif á námsgetu 7. desember 2004 00:01 Menntun foreldra er meðal þeirra þátta sem hefur áhrif á námsgetu nemenda. Íslenskar stúlkur eru mun betri en piltar í stærðfræði samkvæmt alþjóðlegri könnun, ólíkt því sem þekkist annars staðar. PISA-rannsóknin var gerð í annað sinn árið 2003 og þá var lögð áhersla á að kanna stærðfræðikunnáttu. Íslenskir nemendur komu ágætlega út og mun betur en í sambærilegum könnunum áður. Þeir eru í tíunda til fjórtánda sæti sem er betri árangur en Svíar, Danir og Norðmenn náðu. Athygli vekur að fimmtán ára gamlar íslenskar stúlkur standa piltum framar þegar stærðfræðikunnátta er annars vegar og er Ísland eina landið þar sem þessu er svo komið. Íslenskar stúlkur voru í áttunda sæti af stúlkum þeirra rúmlega fjörutíu landa sem tóku þátt í rannsókninni. Piltarnir eru hins vegar aðeins meðaljónar, í tuttugasta sæti. Almennt stóðu piltar stúlkum fremur í stærðfræðikunnáttu. Júlíus Björnsson hjá Námsmatsstofnun segir muninn virðast vera meiri á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir þennan kynjamun mjög sérstakan og því verði að kanna hann miklu betur en gert hefur verið. Frammistaða íslenskra tíundu bekkinga er ekki eins góð í öðrum greinum. Í lestri, þar sem við rekum lestina af Norðurlandaþjóðunum, hefur frammistöðunni hrakað frá árinu 2000. OECD bendir í samantekt sinni á að íslenskum nemendum hafi einnig farið aftur í skilningi á rými og lögun. Það eru margir þættir sem taldir eru hafa áhrif á námsárangur og getu og þeir eru einnig greindir í rannsókninni. Júlíus segir að fyrirætlanir nemenda um áframhaldandi nám virðast spá talsvert miklu um námsárangur og þar eru stúlkur yfirleitt með stærri plön. Félagslegir þættir hafa einnig áhrif á námsgetu og árangur, t.d. menntun foreldra. Betri menntun foreldra þýðir að meðaltali betri námsárangur krakkanna. Finnar komu langbest allra þjóða út úr rannsókninni og voru í efsta sæti í tveimur flokkum af fjórum og alls staðar í einu af þremum efstu sætunum. Spurður hvað Finnar séu að gera rétt segir Júlíus ekkert eitt svar vera við því. Þó hafi líklega töluverð áhrif lengra kennaranám, sem og jákvæðara viðhorf til náms og kennarastarfsins, þar í landi en í mörgum öðrum löndum. Fréttir Innlent Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Menntun foreldra er meðal þeirra þátta sem hefur áhrif á námsgetu nemenda. Íslenskar stúlkur eru mun betri en piltar í stærðfræði samkvæmt alþjóðlegri könnun, ólíkt því sem þekkist annars staðar. PISA-rannsóknin var gerð í annað sinn árið 2003 og þá var lögð áhersla á að kanna stærðfræðikunnáttu. Íslenskir nemendur komu ágætlega út og mun betur en í sambærilegum könnunum áður. Þeir eru í tíunda til fjórtánda sæti sem er betri árangur en Svíar, Danir og Norðmenn náðu. Athygli vekur að fimmtán ára gamlar íslenskar stúlkur standa piltum framar þegar stærðfræðikunnátta er annars vegar og er Ísland eina landið þar sem þessu er svo komið. Íslenskar stúlkur voru í áttunda sæti af stúlkum þeirra rúmlega fjörutíu landa sem tóku þátt í rannsókninni. Piltarnir eru hins vegar aðeins meðaljónar, í tuttugasta sæti. Almennt stóðu piltar stúlkum fremur í stærðfræðikunnáttu. Júlíus Björnsson hjá Námsmatsstofnun segir muninn virðast vera meiri á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir þennan kynjamun mjög sérstakan og því verði að kanna hann miklu betur en gert hefur verið. Frammistaða íslenskra tíundu bekkinga er ekki eins góð í öðrum greinum. Í lestri, þar sem við rekum lestina af Norðurlandaþjóðunum, hefur frammistöðunni hrakað frá árinu 2000. OECD bendir í samantekt sinni á að íslenskum nemendum hafi einnig farið aftur í skilningi á rými og lögun. Það eru margir þættir sem taldir eru hafa áhrif á námsárangur og getu og þeir eru einnig greindir í rannsókninni. Júlíus segir að fyrirætlanir nemenda um áframhaldandi nám virðast spá talsvert miklu um námsárangur og þar eru stúlkur yfirleitt með stærri plön. Félagslegir þættir hafa einnig áhrif á námsgetu og árangur, t.d. menntun foreldra. Betri menntun foreldra þýðir að meðaltali betri námsárangur krakkanna. Finnar komu langbest allra þjóða út úr rannsókninni og voru í efsta sæti í tveimur flokkum af fjórum og alls staðar í einu af þremum efstu sætunum. Spurður hvað Finnar séu að gera rétt segir Júlíus ekkert eitt svar vera við því. Þó hafi líklega töluverð áhrif lengra kennaranám, sem og jákvæðara viðhorf til náms og kennarastarfsins, þar í landi en í mörgum öðrum löndum.
Fréttir Innlent Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira