Menntun foreldra áhrif á námsgetu 7. desember 2004 00:01 Menntun foreldra er meðal þeirra þátta sem hefur áhrif á námsgetu nemenda. Íslenskar stúlkur eru mun betri en piltar í stærðfræði samkvæmt alþjóðlegri könnun, ólíkt því sem þekkist annars staðar. PISA-rannsóknin var gerð í annað sinn árið 2003 og þá var lögð áhersla á að kanna stærðfræðikunnáttu. Íslenskir nemendur komu ágætlega út og mun betur en í sambærilegum könnunum áður. Þeir eru í tíunda til fjórtánda sæti sem er betri árangur en Svíar, Danir og Norðmenn náðu. Athygli vekur að fimmtán ára gamlar íslenskar stúlkur standa piltum framar þegar stærðfræðikunnátta er annars vegar og er Ísland eina landið þar sem þessu er svo komið. Íslenskar stúlkur voru í áttunda sæti af stúlkum þeirra rúmlega fjörutíu landa sem tóku þátt í rannsókninni. Piltarnir eru hins vegar aðeins meðaljónar, í tuttugasta sæti. Almennt stóðu piltar stúlkum fremur í stærðfræðikunnáttu. Júlíus Björnsson hjá Námsmatsstofnun segir muninn virðast vera meiri á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir þennan kynjamun mjög sérstakan og því verði að kanna hann miklu betur en gert hefur verið. Frammistaða íslenskra tíundu bekkinga er ekki eins góð í öðrum greinum. Í lestri, þar sem við rekum lestina af Norðurlandaþjóðunum, hefur frammistöðunni hrakað frá árinu 2000. OECD bendir í samantekt sinni á að íslenskum nemendum hafi einnig farið aftur í skilningi á rými og lögun. Það eru margir þættir sem taldir eru hafa áhrif á námsárangur og getu og þeir eru einnig greindir í rannsókninni. Júlíus segir að fyrirætlanir nemenda um áframhaldandi nám virðast spá talsvert miklu um námsárangur og þar eru stúlkur yfirleitt með stærri plön. Félagslegir þættir hafa einnig áhrif á námsgetu og árangur, t.d. menntun foreldra. Betri menntun foreldra þýðir að meðaltali betri námsárangur krakkanna. Finnar komu langbest allra þjóða út úr rannsókninni og voru í efsta sæti í tveimur flokkum af fjórum og alls staðar í einu af þremum efstu sætunum. Spurður hvað Finnar séu að gera rétt segir Júlíus ekkert eitt svar vera við því. Þó hafi líklega töluverð áhrif lengra kennaranám, sem og jákvæðara viðhorf til náms og kennarastarfsins, þar í landi en í mörgum öðrum löndum. Fréttir Innlent Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Menntun foreldra er meðal þeirra þátta sem hefur áhrif á námsgetu nemenda. Íslenskar stúlkur eru mun betri en piltar í stærðfræði samkvæmt alþjóðlegri könnun, ólíkt því sem þekkist annars staðar. PISA-rannsóknin var gerð í annað sinn árið 2003 og þá var lögð áhersla á að kanna stærðfræðikunnáttu. Íslenskir nemendur komu ágætlega út og mun betur en í sambærilegum könnunum áður. Þeir eru í tíunda til fjórtánda sæti sem er betri árangur en Svíar, Danir og Norðmenn náðu. Athygli vekur að fimmtán ára gamlar íslenskar stúlkur standa piltum framar þegar stærðfræðikunnátta er annars vegar og er Ísland eina landið þar sem þessu er svo komið. Íslenskar stúlkur voru í áttunda sæti af stúlkum þeirra rúmlega fjörutíu landa sem tóku þátt í rannsókninni. Piltarnir eru hins vegar aðeins meðaljónar, í tuttugasta sæti. Almennt stóðu piltar stúlkum fremur í stærðfræðikunnáttu. Júlíus Björnsson hjá Námsmatsstofnun segir muninn virðast vera meiri á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir þennan kynjamun mjög sérstakan og því verði að kanna hann miklu betur en gert hefur verið. Frammistaða íslenskra tíundu bekkinga er ekki eins góð í öðrum greinum. Í lestri, þar sem við rekum lestina af Norðurlandaþjóðunum, hefur frammistöðunni hrakað frá árinu 2000. OECD bendir í samantekt sinni á að íslenskum nemendum hafi einnig farið aftur í skilningi á rými og lögun. Það eru margir þættir sem taldir eru hafa áhrif á námsárangur og getu og þeir eru einnig greindir í rannsókninni. Júlíus segir að fyrirætlanir nemenda um áframhaldandi nám virðast spá talsvert miklu um námsárangur og þar eru stúlkur yfirleitt með stærri plön. Félagslegir þættir hafa einnig áhrif á námsgetu og árangur, t.d. menntun foreldra. Betri menntun foreldra þýðir að meðaltali betri námsárangur krakkanna. Finnar komu langbest allra þjóða út úr rannsókninni og voru í efsta sæti í tveimur flokkum af fjórum og alls staðar í einu af þremum efstu sætunum. Spurður hvað Finnar séu að gera rétt segir Júlíus ekkert eitt svar vera við því. Þó hafi líklega töluverð áhrif lengra kennaranám, sem og jákvæðara viðhorf til náms og kennarastarfsins, þar í landi en í mörgum öðrum löndum.
Fréttir Innlent Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira