Innlent

Sluppu vel úr árekstri

Sjö manns, þar af tvö börn, sluppu með ólíkindum vel í hörðum árekstri tveggja bíla á þjóðveginum á móts við gatnamótin að Munaðarnesi í gærkvöldi. Bíll, sem verið var að aka fram úr öðrum bíl, lenti beint framan á bíl, sem kom úr gagnstæðri átt. Eru báðir bílarnir ger ónýtir. Fólkið slapp hins vegar með skrámur og marbletti og fengu allir að fara heim að lokinni aðhlynningu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×