Sport

Forseti dæmdur í sex mánaða bann

Rafael Herrerias, forseti mexíkóska liðsins Veracruz, er kominn í sex mánaða bann eftir að lið hans sleppti því að mæta í leik gegn Chiapas. Leikmenn liðsins sögðu að ástæðan hafi verið of mikill hiti á heimavellinum þeirra, Luis Fuente Stadium, en hann verður oft í kringum 40 gráður. Chiapas var dæmdur 2-0 sigur í leiknum og var Veracruz einnig gert að borga sekt fyrir atvikið. Það er því skammt stórra högga á milli í fótboltanum í landi Mexíkóa því forseti Puebla-liðsins var dæmdur í eins árs bann í október síðastliðinn eftir að hópur manna á hans vegum réðist á dómara og aðstoðarmenn hans.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×