Erlent

Bush gagnrýnir heilbrigðisáform

George Bush, Bandaríkjaforseti hefur gagnrýnt hugmyndir John Kerrys í heilbrigðismálum, sem hann segir þunglamalegar og allt of miðstýrðar. Hann segir að sjálfur búi hann yfir einföldum hugmyndum sem eigi að gera það að verkum að hágæða heilbrigðisþjóunsta verði viðráðanleg fyrir alla, sem sé annað en miðstýrðar aðgerðir Kerrys sem gangi út á það eitt að ríkisvæða heilbrigðiskerfið. Talsmenn Kerrys mótmæla þessu hins vegar og segja Bush vísvitandi vera að snúa sannleikanum á haus. Hann sé að kasta steinum úr glerhúsi, enda hafi fjöldi þeirra sem ekki hafa heilbrigðistryggingu hækkað gríðarlega undanfarin ár. Þeir sem til þekkja segja Kerry ætla að ráðast að Bush í heilbrigðismálum, enda sé hann veikur fyrir þar, þar sem fjöldi ótryggðra hafi sem fyrr segir rokið upp í forsetatíð hans.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×