Árekstur á tónleikasumrinu mikla 14. júlí 2004 00:01 Miðað við stöðugt streymi erlendra listamanna hingað til lands, hlaut það að gerast að tveir stórir tónleikar myndu lenda á sama degi. Nú, þegar Pink hefur tilkynnt um aukatónleika í Laugardalshöll, er ljóst að hún og 50 Cent verða með tónleika á sama degi, 11. ágúst, í Egilshöll. "Þeir vissu vel af þessum seinni Pink-tónleikum þegar þeir ákváðu að vera með 50 Cent," segir Gústaf PS hjá L Promotions sem flytur inn Pink. Þetta fullyrðir hann þrátt fyrir að það hafi ekki verið opinberlega tilkynnt um seinni tónleikana fyrr en fyrir rúmri viku síðan. Uppselt er á fyrri tónleika Pink og Gústaf segist ekki finna fyrir því að tónleikar rappstjörnunnar trufli sölu á seinni tónleikana. Nú þegar er búið að selja um 2000 miða á þá. "Þetta hefur ekki hrjáð okkur ennþá. Salan gengur mjög vel og við höfum engar áhyggjur af því að það verði ekki uppselt á seinni tónleikana líka." Umsjónarmenn tónleika 50 Cent og G-Unit segjast hreinlega ekki hafa reiknað með því að það kæmi til aukatónleika á Pink. Búið er að selja 4000 miða í Egilshöll og því augljóslega nóg eftir af miðum. Valdi Hansen, annar tónleikahaldaranna, virtist þó ekkert sérlega áhyggjufullur. "Þetta er ekki mikið áhyggjuefni, en það hefði verið fínt að komast hjá þessu," viðurkennir hann. Það er því augljóst að barist verður um athygli unglinganna þennan dag enda hefur það aldrei komið fyrir áður í Íslandssögunni að jafn stórar stjörnur keppi sín á milli á íslenskri grundu. Starfsmaður Skífunnar, sem selur miða á báða tónleika, spáir því að það verði hálf tómt á báðum stöðum miðað við þann áhuga sem starfsfólk hefur fundið fyrir. Miðaverð á tónleika 50 Cent og G-Unit er 5.500 kr. í aftari stæði en 6.500 kr. nær sviðinu. Miðaverð á Pink er 5.000 kr. í stæði en 5.900 kr. í stúku. Menning Mest lesið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira
Miðað við stöðugt streymi erlendra listamanna hingað til lands, hlaut það að gerast að tveir stórir tónleikar myndu lenda á sama degi. Nú, þegar Pink hefur tilkynnt um aukatónleika í Laugardalshöll, er ljóst að hún og 50 Cent verða með tónleika á sama degi, 11. ágúst, í Egilshöll. "Þeir vissu vel af þessum seinni Pink-tónleikum þegar þeir ákváðu að vera með 50 Cent," segir Gústaf PS hjá L Promotions sem flytur inn Pink. Þetta fullyrðir hann þrátt fyrir að það hafi ekki verið opinberlega tilkynnt um seinni tónleikana fyrr en fyrir rúmri viku síðan. Uppselt er á fyrri tónleika Pink og Gústaf segist ekki finna fyrir því að tónleikar rappstjörnunnar trufli sölu á seinni tónleikana. Nú þegar er búið að selja um 2000 miða á þá. "Þetta hefur ekki hrjáð okkur ennþá. Salan gengur mjög vel og við höfum engar áhyggjur af því að það verði ekki uppselt á seinni tónleikana líka." Umsjónarmenn tónleika 50 Cent og G-Unit segjast hreinlega ekki hafa reiknað með því að það kæmi til aukatónleika á Pink. Búið er að selja 4000 miða í Egilshöll og því augljóslega nóg eftir af miðum. Valdi Hansen, annar tónleikahaldaranna, virtist þó ekkert sérlega áhyggjufullur. "Þetta er ekki mikið áhyggjuefni, en það hefði verið fínt að komast hjá þessu," viðurkennir hann. Það er því augljóst að barist verður um athygli unglinganna þennan dag enda hefur það aldrei komið fyrir áður í Íslandssögunni að jafn stórar stjörnur keppi sín á milli á íslenskri grundu. Starfsmaður Skífunnar, sem selur miða á báða tónleika, spáir því að það verði hálf tómt á báðum stöðum miðað við þann áhuga sem starfsfólk hefur fundið fyrir. Miðaverð á tónleika 50 Cent og G-Unit er 5.500 kr. í aftari stæði en 6.500 kr. nær sviðinu. Miðaverð á Pink er 5.000 kr. í stæði en 5.900 kr. í stúku.
Menning Mest lesið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira