Erlent

Kennari klippti í eyru nemenda

Kennari klippti í eyrun á sautján sex til níu ára gömlum nemendum sínum þar sem hann var ósáttur við að þau hættu að lesa upphátt þegar hann gekk út úr kennslustofunni. Sauma þurfti í eyru tveggja barnanna til að gera að sárum þeirra en í flestum tilfellum dugði að setja plástur á sárin. Atvikið átti sér stað í íslömskum skóla í norðurhluta Bangladess. Kennarinn var ósáttur við að börnin hættu að lesa íslömsk vers og hóf því að klippa í eyru nemendanna. Skólastjórinn heyrði sársauka- og hræðsluöskur nemendanna, stöðvaði kennarann og rak úr starfi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×