Erlent

Voru með stolin vopn

Vopnin sem gíslatökumennirnir í skólanum í Beslan notuðu áttu uppruna sinn að rekja í vopnabúr lögreglunnar. Ríkissaksóknari Rússlands, Vladimir Ustinov, sagði að gíslatökumennirnir hefðu stolið vopnunum í nokkrum árásum á lögreglustöðvar í júní. Ustinov sagði þetta benda enn frekar til sektar tsjetsjenska uppreisnarmannsins Shamil Basayev sem Rússar telja að hafi skipulagt árásina í Beslan sem kostaði á fjórða hundrað manns lífið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×