Erlent

Tyrki drepinn í Írak

Tyrkneskur flutningabílstjóri var drepinn af uppreinsarmönnum í Írak síðdegis í dag. Að minnsta kosti fjórir Tyrkneskir gíslar hafa verið drepnir síðan í ágúst og tveir eru enn í haldi. Samkvæmt sumum fréttamiðlum er talan þó mun hærri og samkvæmt sjónvarpstöðinni NTV hafa 15 gíslar verið drepnir, 10 eru enn í haldi og 17 hefur verið sleppt. Í hverjum mánuði ferðast um 40 þúsund vörubílar á milli Tyrklands og Írak.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×