Erlent

Enn sprengjuhótun

Grísk flugvél frá Olympic Airlines flugfélaginu, sem átti að fara til New York hefur verið stefnt til Írlands vegna sprengjuhótunar. Vélin er nú í loftinu og lendir fljótlega í Írlandi, en ekki hefur borið á neinu óvenjulegu enn sem komið er. Þó var því lýst að sprengjan spryngi eftir klukkustund og sá tími er nú liðinn. Í vélinni eru 295 farþegar. Í gær átti sér stað sambærileg sprengjuhótun, þegar grísk vél á leið til New York lenti í London vegna sprengjuhótunar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×