Erlent

Blair truflaður

Tony Blair hafði varla hafið ræðu sína á flokksþingi Verkamannaflokksins í Brighton, þegar mótmælendur stríðsins í Írak hófu hróp úr salnum. Meðal þess sem var hrópað að Blair var að hendur hans væru blóðugar. Blair brást hinn spakasti við og svaraði: „Þú hefur þinn rétt til að mótmæla herra minn, þökkum fyrir það að við búum í lýðræðisríki og þú hafir þennan rétt." Blair kvatti félaga sína til þess að leggja allt í sölurnar til að ná meirihluta þriðja kjörtímabilið í röð. Blair neitaði sem fyrr að afsaka íraksstríðið, en viðurkenndi þó að upplýsingarnar um gereyðingarvopnin hefðu verið rangar. Hann gæti beðist afsökunar fyrir það, en ekki fyrir að hafa steypt Saddam Husseion af stóli.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×