Erlent

Ekkert lát á olíuhækkun

Verðið á olíumarkaði í New York er nú það hæsta í 21 ár eða frá því viðskipti á þeim markaði hófust. Verðið á olíufatinu komst upp í 50 dollara og 35 sent í morgun. Þessa hækkun núna á olíumarkaði má að mestu rekja til átaka á milli uppreisnarmanna í Nígeríu og stjórnvalda. Uppreisnarmenn þar hafa sent frá sér viðvörun um að olíufyrirtæki eigi að hætta framleiðslu á olíu fyrir 1. október áður en þeir lýsa yfir stríði. Nígería er 5. stærsti OPEC framleiðandi á olíu í heiminum og 7. stærsti útflytjandinn. Staðan í Nígeríu ógnar því olíubirgðum heimsins ásamt óstöguðu ástandi í Írak og sú hætta í Rússlandi að Yukos olíuframleiðandinn fari jafnvel á hausinn á næstunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×