Erlent

Stöð samkynhneigðra í Frakklandi

Íþróttafréttamaðurinn er kynskiptingur í pilsi, og á hverju kvöldi klukkan sjö er þáttur um undrakonuna Wonder Woman. Seinna um kvöldið er svo boðið upp á töluvert djarfara efni fyrir homma, lesbíur og tvíkynhneigða. Þetta er grunnurinn að dagskrá Pink TV, fyrstu sjónvarpsstöðvarinnar sem ætluð er samkynhneigðum í Frakklandi. Um helmingur þess efnis sem sýnt er á stöðinni mun fjalla sérstaklega um málefni samkynhneigðra. Pink TV er ekki fyrsta sjónvarpsstöðin sem ætluð er samkynhneigðum. Til að mynda bíður Sky upp á GayDate TV, sem er sjónvarpsmarkaður, og GayTV, sem er klámstöð. Aðstandendur Pink TV segja hins vegar að stöðin þeirra sé fyrsta stöðin fyrir samkynhneigða í heiminum, sem sendir út á landsvísu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×