Gagnabanki um mænuskaða 10. desember 2004 00:01 Heilbrigðisráðherra undirritaði, í dag, samning við Auði Guðjónsdóttur, hjúkrunarfræðing, um stofnun alþjóðlegs gagnabanka um mænuskaða. Auður Guðjónsdóttir, skurðhjúkrunarfræðingur, kom að þessu máli eftir að dóttir hennar, Hrafnhildur Thoroddsen lamaðist fyrir neðan mitti, eftir umferðarslys, árið 1989. Vinkona Hrafnhildar, sem var með henni í bílnum, lét lífið. Auður hóf leit um allan heim að einhverjum sem gæti hjálpað dóttur hennar. Sú leit bar þann árangur að kínverskur læknir kom hingað til lands, og hefur gert tvær aðgerðir á Hrafnhildi. Hrafnhildur fékk við það mikla hreyfigetu, hefur síðan lokið stúdentsprófi, tekið bílpróf og er komin út á vinnumarkaðinn. Auður fékk þá þá hugmynd að stofna alþjóðlegan gagnabanka fyrir mænuskaða. Hún segir markmiðið vera það að kanna á hvaða stigi meðferð á mænuskaða sé í veröldinni í dag. Síðan sé ætlunin að halda fund hér á Íslandi með helstu sérfræðingum á sviðinu í heiminum. Þar verði upplýsingarnar kynntar og skoðað hvernig megi nýta þær mænusköðuðu fólki til framdráttar. Árið 2001 var haldin alþjóðleg ráðstefna um mænuskaða hér á landi. Í kjölfarið fór málið til Evrópuráðsins og Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar og fékk mikinn stuðning á báðum stöðum. Gro Harlem Brundtland, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, stýrði þá Alþjóða heilbrigðisstofnuninni og var mjög hlynnt því að Ísland hefði forgöngu um stofnun gagnabanka, þar sem hægt væri að sækja allar nýjustu upplýsingar um um mismunandi meðferðir við lækningu á mænuskaða. Og í dag var undirritaður samningur þar um, milli Auðar og Heilbrigðisráðuneytisins. Jón Kristjánsson segir mjög ánægjulegt að málið sé komið í farveg. Það hafi haft aðdraganda, enda sé málið stórt, en það sé nú sem fyrr segir komið í góðan farveg. Fréttir Innlent Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira
Heilbrigðisráðherra undirritaði, í dag, samning við Auði Guðjónsdóttur, hjúkrunarfræðing, um stofnun alþjóðlegs gagnabanka um mænuskaða. Auður Guðjónsdóttir, skurðhjúkrunarfræðingur, kom að þessu máli eftir að dóttir hennar, Hrafnhildur Thoroddsen lamaðist fyrir neðan mitti, eftir umferðarslys, árið 1989. Vinkona Hrafnhildar, sem var með henni í bílnum, lét lífið. Auður hóf leit um allan heim að einhverjum sem gæti hjálpað dóttur hennar. Sú leit bar þann árangur að kínverskur læknir kom hingað til lands, og hefur gert tvær aðgerðir á Hrafnhildi. Hrafnhildur fékk við það mikla hreyfigetu, hefur síðan lokið stúdentsprófi, tekið bílpróf og er komin út á vinnumarkaðinn. Auður fékk þá þá hugmynd að stofna alþjóðlegan gagnabanka fyrir mænuskaða. Hún segir markmiðið vera það að kanna á hvaða stigi meðferð á mænuskaða sé í veröldinni í dag. Síðan sé ætlunin að halda fund hér á Íslandi með helstu sérfræðingum á sviðinu í heiminum. Þar verði upplýsingarnar kynntar og skoðað hvernig megi nýta þær mænusköðuðu fólki til framdráttar. Árið 2001 var haldin alþjóðleg ráðstefna um mænuskaða hér á landi. Í kjölfarið fór málið til Evrópuráðsins og Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar og fékk mikinn stuðning á báðum stöðum. Gro Harlem Brundtland, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, stýrði þá Alþjóða heilbrigðisstofnuninni og var mjög hlynnt því að Ísland hefði forgöngu um stofnun gagnabanka, þar sem hægt væri að sækja allar nýjustu upplýsingar um um mismunandi meðferðir við lækningu á mænuskaða. Og í dag var undirritaður samningur þar um, milli Auðar og Heilbrigðisráðuneytisins. Jón Kristjánsson segir mjög ánægjulegt að málið sé komið í farveg. Það hafi haft aðdraganda, enda sé málið stórt, en það sé nú sem fyrr segir komið í góðan farveg.
Fréttir Innlent Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira