Erlent

Prozac hættulegt börnum

Lyfjaeftirlit Evrópusambandsins telur þunglyndislyfið Prozac hættulegt börnum, þvert á það sem forsvarsmenn lyfjaiðnaðarins í Bretlandi hafa haldið fram. Hátt í 200 þúsund börn og unglingar undir 18 ára aldri taka hin ýmsu þunglyndislyf að staðaldri í Bretlandi og að undanförnu hefur því verið haldið fram að Prozac sé öruggast slíkra lyfja fyrir börn. Lyfjaeftirlit Evrópusambandsins segir þetta hins vegar alls ekki rétt, því að Prozac sé ekki síður varhugavert en önnur þunglyndislyf, m.a. með tilliti til sjálfsvígshegðunar. Mælt er með því að aukin áhersla verði lögð á samtalsmeðferðir þegar börn með geðkvilla eiga í hlut.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×