Innlent

Allir vilja nýta sér lágan dollar

Sögulegt lágmark dollarans tekur á sig ýmis birtingarform. Til dæmis hafa Íslendingar sem starfa í Bandaríkjunum fundið fyrir miklu áreiti skyldmenna, kunningja og samstarfsfólks um það að kaupa hitt og þetta á síðustu vikum. Allir vilja nýta sér lágt gengi dollarans. Svo langt hefur gengið að starfsmenn Marels í Bandaríkjunum hafa séð ástæðu til að senda tölvupóst til starfsmanna hér á landi og óskað eftir því að lát verði á fyrirspurnum að heiman. Starfsfólk fyrirtækisins hefur, undanfarin jól, verið greiðvikið hvert við annað. Þeir sem eru hér á landi hafi séð um hangikjötssendingar til starfsmanna í Bandaríkjunum sem á móti hafa sent ýmsan varning til Íslands. Í ár þótti þó keyra um þverbak.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×