Innlent

Bandaríkjamönnum fækkar

Hátt gengi dollars hefur þegar dregið eitthvað úr heimsóknum bandaríkjamanna hingað til lands, að sögn Steins Loga Björnssonar sölu- og markaðsstjóra Icelandair. Bandarískum ferðamönnum hefur fjölgað hlutfallslega meira hér á landi en í nágrannalöndunum undanfarin misseri, eða eftir að Bandaríkjamenn fóru aftur að ferðast til Evrópu eftir áfallið 11. september 2001. Steinn Logi segir að strax í haust hafi orðið vart við bakslag og nú bætist við óvenju sterk staða krónunnar þannig að dollarinn hefur lækkað meira gagnvart henni en mörgum örðum gjaldmiðlum. Það sé því að verða óheyrilega dýrt fyrir bandaríkjamenn að koma hingað miðað við mörg önnur Evrópuríki.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×