Innlent

Grét og flúði aðbúnaðinn á Grund

Magnús Benjamínssonrúmlega áttræður vistmaður á Elliheimilinu Grund, gekk í gærkvöldi út af elliheimilinu ásamt dóttur sinni og tengdsyni. Magnús hefur verið á Grund í nokkra mánuði og hefur á þeim tíma þurft að flytja sig tvisvar um herbergi. Auk þess hafi fárveikir menn komið og farið úr herbergi hans. Ég bara get ekki meir," sagði Magnús Benjamínsson með tárvot augun í fyrrakvöld þegar dóttir hans og tengdasonur sóttu hann að eigin ósk á Grund og fóru með hann heim. Magnús brotnaði saman þegar hann sagði blaðamanni frá því hvernig vistin á elliheimilinu hefði verið. Hann kveðst hafa þurft að þola það að skipt hafi verið um herbergisfélaga hjá honum margsinnis frá því hann kom á elliheimilið í september og þar hafi verið um mjög veika einstaklinga að ræða. Bryndís Magnsúdóttir segir föður sinn einfaldlega hafa gefist upp á vistinni eftir að hafa reynt árangurslaust að fá úr bætt. Steininn hafi svo tekið úr í fyrradag þegar faðir hennar óskaði eftir því við starfsfólk að fá að hringja en fékk ekki. Meira í DV í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×