Sport

Pongolle hetja Liverpool

Florent Sinama Pongolle var hetja Liverpool sem tryggði sér sæti í undanúrslitum enska deildarbikarsins í knattspyrnu í kvöld þegar varalið félagsins sigraði sterkt lið Tottenham í vítaspyrnukeppni í 8 liða úrslitunum. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 0-0 en Tottenham komst yfir á 108. mínútu með marki Jermain Defoe. Pongolle jafnaði metin úr vítaspyrnu 3 mínútum fyrir lok framlengingarinnar eftir að Frederic Kanoute fékk boltann í höndina inni í vítateig. Í vítaspyrnukeppninni misnotuðu Kanoute og Michael Brown sínar spyrnur fyrir Spurs en Pongolle skoraði aftur og tryggði sigurinn. Fyrr í kvöld vann Man Utd sigur á Arsenal, 1-0. Það eru því Chelsea, Watford, Man Utd og Liverpool sem verða í pottinum þegar dregið verður í undanúrslitin.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×