Sport

Man Utd yfir gegn Arsenal

Manchester United er 1-0 yfir gegn Arsenal í 8 liða úrslitum ensku deildarbikarkeppninnar í knattspyrnu og skoraði David Bellion markið á 1. mínútu leiksins sem hófst kl. 19.45. Þá er enn markalaust hjá Tottenham og Liverpool sem eigast við á sama tíma á White Hart Lane í London. 8 leikir eru á dagskrá í Evrópukeppni félagsliða í kvöld og er síðari hálfleikur í gangi í þeim öllum. Staðan er eftirfarandi: Athletic Bilbao 1 - 0 Steaua Bucuresti  Austria Vienna 0 - 0 Club Brugge  Besiktas 1 - 0 Standard Liege  Ferencvaros 1 - 0 Basle  Feyenoord Rotterdam 2 - 1 Schalke 04  Panionios 0 - 1 Dinamo Tbilisi  Real Zaragoza 1 - 1 Dnipro  Sporting 0 - 1 Sochaux



Fleiri fréttir

Sjá meira


×