Erlent

Samið um lausn gísla

Franska ríkisstjórnin er bjartsýn á að það takist að fá tvo franska blaðamenn, sem rænt var í Írak 20. ágúst, lausa úr haldi. Jean-Pierre Raffarin, forsætisráðherra Frakklands, segir að ástandið sé viðkvæmt en staðfestir að verið sé að reyna að semja um lausn þeirra Christian Chesnot, sem starfar fyrir franska ríkisútvarpið, og Georges Malbrunot, sem er blaðamaður Le Figaro. Mannræningjarnir sem taldir eru vera úr íslamska hernum í Írak (IAI) hótuðu í upphafi að drepa gíslana ef Frakkland afnæmi ekki bann á skýluklúta íslamskra stúlkna í frönskum barnaskólum. Frönsk stjórnvöld létu ekki undan þeim þrýstingi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×