Fellibylurinn Ívan á leið til Kúbu 13. september 2004 00:01 Ívani grimma vex enn ásmegin. Fellibylurinn er einhver sá öflugasti sem um getur og stefnir hraðbyri á Kúbu. Þar hefur ríflega milljón manna verið flutt frá þeim svæðum þar sem óttast er að tjónið verið mest. Fellibylurinn Ívan hefur skilið eftir sig slóð eyðileggingar. Á Cayman-eyjum, Jamaíku og Grenada olli hann miklum skemmdum og óttast er að yfir sjötíu hafi týnt lífi í ofsaveðrinu. Á Cayman-eyjum, sem eru afar lágar, náðu flóðöldur heilan kílómetra inn á land og þurftu margir eyjaskeggjar að flýja upp á húsþök til að komast undan vatnsflaumnum. Þök sviptust af húsum og tré rifnuðu upp með rótum. Á Grenada-eyjum varð eyðileggingin gríðarleg og er ástandið þar mjög alvarlegt. 9 af hverjum 10 húsum eru skemmd og vatn og rafmagn vantar, auk þess sem matur er af skornum skammti. Ívan stefnir nú hraðbyri á Kúbu og hefur honum vaxið ásmegin. Bylurinn er nú af stærðargráðunni fimm, sem þýðir að hann getur ekki orðið öflugri. Stjórnvöld á Kúbu hafa flutt 1,3 milljónir manna af vesturhluta eyjarinnar, þar sem búist er við sterkustu hviðunum, allt að sjötíu metrum á sekúndu. Flóðbylgjan í kjölfar Ívans gæti náð allt að átta metra hæð. Á þessari stundu virðist þó sem Ívan skelli ekki af fullum krafti á Kúbu heldur verði það nær Júkatan-skaga í Mexíkó. Þaðan heldur hann væntanlega í átt að Flórída þó að óljóst sé hvað hann beri nákvæmlega niður. Íbúum í Florida Keys var leyft að snúa heim í dag, þar sem Ívan fer að líkindum ekki svo sunnarlega. Hann gæti hugsanlega tekið land nálægt New Orleans í Louisiana-ríki. Erlent Fréttir Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira
Ívani grimma vex enn ásmegin. Fellibylurinn er einhver sá öflugasti sem um getur og stefnir hraðbyri á Kúbu. Þar hefur ríflega milljón manna verið flutt frá þeim svæðum þar sem óttast er að tjónið verið mest. Fellibylurinn Ívan hefur skilið eftir sig slóð eyðileggingar. Á Cayman-eyjum, Jamaíku og Grenada olli hann miklum skemmdum og óttast er að yfir sjötíu hafi týnt lífi í ofsaveðrinu. Á Cayman-eyjum, sem eru afar lágar, náðu flóðöldur heilan kílómetra inn á land og þurftu margir eyjaskeggjar að flýja upp á húsþök til að komast undan vatnsflaumnum. Þök sviptust af húsum og tré rifnuðu upp með rótum. Á Grenada-eyjum varð eyðileggingin gríðarleg og er ástandið þar mjög alvarlegt. 9 af hverjum 10 húsum eru skemmd og vatn og rafmagn vantar, auk þess sem matur er af skornum skammti. Ívan stefnir nú hraðbyri á Kúbu og hefur honum vaxið ásmegin. Bylurinn er nú af stærðargráðunni fimm, sem þýðir að hann getur ekki orðið öflugri. Stjórnvöld á Kúbu hafa flutt 1,3 milljónir manna af vesturhluta eyjarinnar, þar sem búist er við sterkustu hviðunum, allt að sjötíu metrum á sekúndu. Flóðbylgjan í kjölfar Ívans gæti náð allt að átta metra hæð. Á þessari stundu virðist þó sem Ívan skelli ekki af fullum krafti á Kúbu heldur verði það nær Júkatan-skaga í Mexíkó. Þaðan heldur hann væntanlega í átt að Flórída þó að óljóst sé hvað hann beri nákvæmlega niður. Íbúum í Florida Keys var leyft að snúa heim í dag, þar sem Ívan fer að líkindum ekki svo sunnarlega. Hann gæti hugsanlega tekið land nálægt New Orleans í Louisiana-ríki.
Erlent Fréttir Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira