Erlent

Sprengdu fjall í loft upp

Gríðarleg sprenging í Norður-Kóreu fyrir fáeinum dögum sem hefur vakið furðu manna var ekkert slys heldur hluti af virkjanagerð. Þetta hafði breskur undirráðherra, Bill Rammell, eftir Paek Nam Sun, utanríkisráðherra Norður-Kóreu. Að sögn Paek þurfti að sprengja fjall til að halda verkefninu áfram. Stjórnvöld í Norður-Kóreu sögðu David Slinn, sendiherra Breta í Pyongyang, að hann mætti fara á vettvang sprengingarinnar í dag til að ganga úr skugga um að allt væri með felldu. Sprengingin vakti grunsemdir sumra um að Norður-Kóreustjórn væri að gera tilraun með kjarnorkusprengju.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×