Erlent

Sakaðir um hryðjuverk

Níu Tyrkir, sem taldir eru hafa staðið að hryðjuverkaárás í Istanbúl sem kostaði 69 manns lífið, voru leiddir fyrir dómara í gær. Þeir sem leiddir voru fyrir rétt eru þó ekki þeir einu sem liggja undir grun. Sextíu til viðbótar eru grunaðir um að hafa komið að skipulagningu og framkvæmd árásarinnar, sem talið er að al Kaída hafi staðið að. Sakborningarnir voru borubrattir þegar þeir voru færðir í dómsal og mynduðu sumir þeirra sigurmerki með fingrum sínum. Búist er við því að þeir beri vitni í vikunni og verður það þá í fyrsta skipti sem þeir gera það. Réttarhöldin hófust í maí en var frestað í júlí.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×