Erlent

Ivan stefnir á Kúbu

Fellibylurinn Ivan, stefnir nú með vaxandi hraða á Kúbu eftir að hafa valdið mikilli eyðileggingu á Keiman eyjum í gær. Þök sviftust af húsum, tré rifnuðu upp með rótum, gríðarstórar flóðöldur mynduðust og þurftu margir eyjaskeggjar að flýja upp á húsþök til að komast undan vatnsflaumi fellibylsins. Engar fregnir hafa borist af mannfalli. Íbúar á Kúbu eru nú þegar farnir að finna fyrir fyrstu áhrifum fellibylsins en búist er við að hann nái fullum styrk sínum þar seinni partinn í dag. Fólk hefur verið flutt á brott frá vesturhluta eyjarinnar þar sem óttast er að Ívan gangi yfir. Óttast er að vindhraðinn geti farið allt upp í 70 metra á sekúndu sem getur valdið gríðarlegu tjóni í landi sem Kúbu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×