Erlent

Pútín vill aukin völd

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, vill breyta lögum um val á ríkisstjórum og kosningum til neðri deildar rússneska þingsins, Dúmunnar. Báðar breytingar eru taldar hafa í för með sér aukin völd fyrir forsetann og bandamenn hans. Pútín vill afnema ríkisstjórakosningar í aðildarríkjum Rússlands. Þess í stað vill hann að forsetinn tilnefni ríkisstjóra sem þing viðkomandi ríkis eða fylkis getur samþykkt eða hafnað. Að auki vill Pútín afnema einmenningskjördæmi í neðri deild þingsins og láta kjósa alla þingmenn hlutfallskosningu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×