Innlent

Afbrotum fækkar

Skráðum afbrotum á Íslandi fækkaði um tíund á síðasta ári miðað við árið á undan, samkvæmt skýrslu Ríkislögreglustjóra, en fíkniefnabrotum fjölgaði hins vegar og hefur sú fjölgun verið stöðug frá árinu 2001. Í skýrslunni er líkum að því leitt að aukin áhersla lögreglu og tollgæslu á þennan málaflokk, talin skýra fjölgun mála. Þrátt fyrir fjölgun fíkniefnabrota, var minna tekið af hassi og amfetamíni á síðasta ári. Hins vegar var meira tekið af maríjúana og e-töflum, en árið 2002 var hald lagt á rúmlega 800 e-töflur, en á síðasta ári voru þær tæplega 3200. Samkvæmt skýrslu Ríkislögreglustjórans voru þeir sem kærðir voru fyrir hegningarlagabrot flestir karlmenn á 18. og 19. aldursári og í fíkniefnamálunum voru 85% þeirra sem voru kærðir, karlmenn. Í skýrslunni kemur einnig fram að annaðhvort eru ökumenn á svæðinu sem tilheyrir lögreglunni á Hólmavík kræfari en aðrir eða lögreglan ötulli við að ná ökumönnum sem ekki fara eftir reglunum, en annars staðar á landinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×